Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var rétt í þessu að skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við belgíska fyrstudeildarliðið Standard Liege. Birkir staðfesti þetta í samtali við mbl.is.
„Ég er virkilega ánægður með þessa niðurstöðu og tel mig vera að gera rétt með því að fara til Belgíu. Ég hafði úr nokkrum félögum að velja en mér leist best á Standard Liege,“ sagði Birkir við mbl.is en lengra viðtal verður við Birki í Morgunblaðinu á morgun.
Birkir hefur leikið með Viking í norsku úrvalsdeildinni frá árinu 2006 en lék sem lánsmaður með Bodö/Glimt eitt tímabil.