Dóra María Lárusdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var kynnt til sögunnar hjá sínu nýja félagi, Vitora í Brasilíu, um helgina en hún hefur sem kunnugt er samið um að leika með því til vorsins.
Dóra sagði á fréttamannafundi sem haldinn var í herbúðum félagsins að hún hefði fengið góðar upplýsingar um liðið hjá væntanlegum liðsfélaga sínum, Þórunni Helgu Jónsdóttur, samherja sínum úr íslenska landsliðinu. „Hún sagði mér margt gott um borgina og loftslagið, og einnig að það sé meiri tækni og hraði í fótboltanum í Brasilíu en í Evrópu. Það verður gaman að spila við hliðina á brasilískum landsliðskonum," sagði Dóra.
Vitoria varð á síðasta ári meistari Pernambuco-fylkis í Brasilíu og komst þar með í brasilísku bikarkeppnina þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn en beið þar lægri hlut. Þjálfari liðsins er Kleiton Lima sem hefur verið landsliðsþjálfari Brasilíu undanfarin ár en hætti störfum með það á síðasta ári.
Sjá nánar meðfylgjandi tengla: