Sandnes vill fá Halldór

Halldór Orri Björnsson í leik gegn Þór.
Halldór Orri Björnsson í leik gegn Þór. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Norska úrvalsdeildarliðið Sandnes Ulf, sem Steinþór Freyr Þorsteinsson leikur með, hefur gert Stjörnumönnum tilboð í miðjumanninn Halldór Orra Björnsson.

Halldór var nýlega til skoðunar hjá liðinu og voru forráðamenn liðsins ánægðir með hann og í kjölfarið gerðu þeir Garðbæingum tilboð. Halldór var í vikunni við æfingar hjá danska liðinu Vejle en ekki náði hann að heilla þjálfara liðsins og var honum ekki boðinn samningur.

„Tilboðið sem við fengum frá Sandnes er langt fyrir neðan það sem við getum sætt okkur við. Það er þó ekki búið að slökkva á þræðinum á milli félaganna. Við skiljum það vel að Halldór vilji komast út í atvinnumennsku en við þurfum líka að hugsa um hag félagsins og viljum standa vel að svona málum,“ sagði Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Morgunblaðið í gærkvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert