Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í knattspyrnu tilkynnti í dag tvo landsliðshópa fyrir vináttuleikina gegn Japan og Svartfjallalandi sem fram fara 24. og 29. febrúar.
Emil Hallfreðsson, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason koma allir inn í liðið eftir nokkra fjarveru en sterkasta liðið spilar gegn Svartfjallalandi á alþjóðlegum leikdegi 29. febrúar. Hinn hópurinn sem fer til Japans er fyrst og fremst skipaður leikmönnum á Norðurlöndum.
Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason fengu ekki frí frá félögum sínum til að leika gegn Japan en sá leikur er ekki á alþjóðlegum leikdegi.
A-hópurinn sem mætir Svartfjallalandi er þannig skipaður:
Markverðir:
Stefán Logi Magnússon
Haraldur Björnsson
Varnarmenn:
Indriði Sigurðsson
Grétar Rafn Steinsson
Birkir Már Sævarsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Ragnar Sigurðsson
Sölvi Geir Ottesen
Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðjumenn:
Emil Hallfreðsson
Aron Einar Gunnarsson
Kári Árnason
Jóhann Berg Guðmundsson
Rúrik Gíslason
Eggert Gunnþór Jónsson
Sóknarmenn:
Birkir Bjarnason
Alfreð Finnbogason
Gylfi Þór Sigurðsson
B-hópurinn sem spilar í Japan 24. febrúar er þannig skipaður:
Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson
Hannes Þór Halldórsson
Varnarmenn:
Hjálmar Jónsson
Arnór S. Aðalsteinsson
Guðmundur Kristjánsson
Skúli Jón Friðgeirsson
Hallgrímur Jónasson
Elfar Freyr Helgason
Miðjumenn:
Helgi Valur Daníelsson
Theódór Elmar Bjarnason
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Ari Freyr Skúlason
Haukur Páll Sigurðsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Sóknarmenn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Arnór Smárason
Matthías Vilhjálmsson
Garðar Jóhannsson