Litla systir Margrétar í landsliðið

Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir, til hægri, eru í landsliðshópnum.
Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir, til hægri, eru í landsliðshópnum. mbl.is/Ómar

Tveir nýliðar eru í landsliðshópi kvenna í knattspyrnu sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag fyrir Algarve-bikarinn sem hefst í Portúgal í næstu viku.

Elísa Viðarsdóttir, tvítugur varnarmaður úr ÍBV og litla systir Margrétar Láru Viðarsdóttur, er í hópnum í fyrsta skipti, sem og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór. Katrín hefur reyndar áður verið í hópi en ekki spilað landsleik.

Þá kemur Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni inn í hópinn á ný eftir nokkurt hlé.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Þóra B. Helgadóttir, Malmö
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Aðrir leikmenn:
Katrín Jónsdóttir, Djurgården
Margrét Lára Viðarsdóttir, Potsdam
Dóra María Lárusdóttir, Vitoria
Hólmfríður Magnúsdóttir, Val
Sara B. Gunnarsdóttir, Malmö
Katrín Ómarsdóttir, Orange County Waves
Sif Atladóttir, Kristianstad
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
Guðný B. Óðinsdóttir, Kristianstad
Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki
Hallbera G. Gísladóttir, Piteå
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Þórunn Helga Jónsdóttir, Vitoria
Thelma B. Einarsdóttir, Val
Mist Edvardsdóttir, Val
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni
Elísa Viðarsdóttir, ÍBV
Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór

Margrét Lára Viðarsdóttir fær litlu systur sína með til Algarve.
Margrét Lára Viðarsdóttir fær litlu systur sína með til Algarve. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert