Íslendingar biðu lægri hlut fyrir Japönum, 3:1, en þjóðirnar áttust við í vináttuleik á Nagai Stadium vellinum í Osaka í Japan í dag. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Svíans Lars Lägerback en íslenska liðið var skipað leikmönnum úr Pepsi-deildinni og frá liðum á Norðurlöndum. Arnór Smárason skoraði mark Íslendinga úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
90+4 Leiknum er lokið með 3:1 sigri Japana.
90+2 MARK!! Arnór Smárason minnkaði muninn fyrir Íslendinga með marki úr vítaspyrnu sem Garðar Jóhannsson fékk.
83. Síðasta skiptingin í íslenska liðinu. Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson kemur inná í sínum fyrsta landsleik og leysir Þórarinn Inga Valdimarsson af hólmi.
80. Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur skemmt japönskum áhorfendum með vel þekktum glæsitilrifum í innköstunum.
78. MARK!! Japanir eru að innbyrða öruggan sigur. Þeir eru komnir í 3:0. Eftir aukaspyrnu barst boltinn inn á vítateig Íslendinga og á fjórum fótum náði Tomoaki Makino að koma boltanum í netið. Japanir eru fljótir að refsa fyrir mistök í öftustu varnarlínu.
77. Síðari hálfleikurinn hefur verið í jafnvægi og bara markið fljótlega í seinni hálfleik sem skilur á milli.
73. Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson tekur stöðu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í fremstu víglínu.
68. Ari Freyr Skúlason kemur inná fyrir Hauk Pál Sigurðsson, sem fékk þung högg á kjálkann fimm mínútum áður. Ari er að spila sinn annan landsleik.
65. Hætta upp við japanska markið. Arnór Smárason, besti maður íslenska liðsins, átti hættulega fyrirgjöf sem markvörður Japana rétt náði að bjarga með því að slá boltann aftur fyrir endamark. Hann var hársbreidd á undan Hallgrími Jónassyni í boltann.
54. Varamaðurinn Junya Tanaka komst í dauðafæri nánast á sömu mínútunni eftir markið en skot framherjans fór rétt framhjá markinu.
53. MARK!! Japanir eru komnir í 2:0. Steinþór Freyr tapaði boltanum illa á miðsvæðinu og Japanir voru fljótir í sókn. Jungo Fujimoto fékk sendingu innfyrir vörnina og hann vippaði laglega yfir Gunnleif Gunnleifsson.
50. Haukur Páll Sigurðsson átti skalla að japanska markinu eftir aukaspyrnu Arnórs Smárason en boltinn fór vel framhjá markinu.
46. Síðari hálfleikur er hafinn. Þrjár breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. Gunnleifur Gunnleifsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru komnir inná fyrir Hannes Þór Halldórsson, Guðmund Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson. Japanir gerðu tvær breytingar á liði sínu.
45. Ástralski dómarinn Chris Beath flautar til leikhlés. Japanir eru 1:0 yfir. Þeir fengu óskabyrjun en Ryoichi Maeda skoraði eftir 94 sekúndur. Japanir hafa haft tögl og hagldir en íslenska liðið hefur barist vel og komst meira inn í leikinn síðasta stundarfjórðunginn eftir erfiða byrjun.
44. Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk að líta gula spjaldið fyrir brot. Eyjamaðurinn full ákafur og braut af sér í þriðja sinn.
37. Fujimoto komst í gott færi eftir góða skyndisókn en skot hans fór framhjá íslenska markinu.
35. Arnór Smárason átti ágæta marktilraun en skot Skagamannsins var frekar laust og markvörður Japana átti ekki í vandræðum með að handsama boltann. Rétt á undan var Hannes Þór Halldórsson vel á verði í íslenska markinu.
32. Matthías Vilhjálmsson átti lausan skalla að marki Japana eftir aukaspyrnu en skallinn var hættulaus og boltinn hafnaði í höndum Nishikawa markvarðar Japana.
30. Japanir hafa ráðið algjörlega fyrsta hálftíma leiksins. Þeir hafa þó ekki fengið mörg opin marktækifæri en íslensku leikmennirnir hafa verið í talsverðum eltingaleik gegn snöggum og léttleikandi japönsku liði.
20. Íslensku strákarnir eru aðeins að hressast. Minnstu munaði að Gunnar Heiðar kæmist í gott færi eftir góðan fyrirgjöf Guðmundar Kristjánssonar.
18. Arnór Smárason átti góðan sprett og náði ágætis skoti en boltinn fór vel yfir markið. Okubu braut á Arnóri í leiðinni og fékk að líta gula spjaldið.
15. Íslenska vörnin hefur opnast hvað eftir annað og þá sérstaklega á vængjunu. Íslendingar hafa ekki átt eina einustu sókn að viti.
10. Það hefur verið á brattann að sækja fyrir íslenska liðið þessar fyrstu 10 mínútur leiksins. Japanir eru búnir að fá þrjár hornspyrnur og stjórna leiknum.
2. MARK!! Japanir voru ekki lengi að skora en 94 sekúndum eftir flaut dómarans lá boltinn í netinu hjá Íslandingum. Ryoichi Maeda skoraði með skalla eftir góðan undirbúning frá Tomoaki Makino, sem sólaði Guðmundur Kristjánsson upp úr skónum áður en hann sendi boltann fyrir markið. Engin óskabyrjun hjá Lars Lägerback.
1. Leikurinn er hafinn. Íslendingar leika í alhvítum búningum en Japanir eru í dökkbláum búningum. Dómarinn er frá Ástralíu.
0. Íslensk stúlka, sem að læra óperusöng í Japan, er þessa stundina að kyrja íslenska þjóðsönginn
0. Þetta verður þriðji landsleikur Íslands og Japans frá upphafi. Japanir komu hingað til lands fyrir rúmum 40 árum, sumarið 1971, og sigruðu 2:0 á Laugardalsvellinum. Þjóðirnar mættust aftur á alþjóðlegu móti í Manchester á Englandi vorið 2004 og þá vann Japan í líflegum leik, 3:2, þar sem Heiðar Helguson skoraði bæði mörk Íslands.
0. Þó að Japanir tefli fram eingöngu leikmönnum japanskra liða í landsleiknum gegn Íslandi í Osaka í dag eru þeir með mjög reynda menn innanborðs.
0. Þar fer fremstur heimamaðurinn Yasuhito Endo, annar landsleikjahæsti knattspyrnumaður Japana frá upphafi. Hann hefur leikið 112 landsleiki og spilar með Gamba Osaka en þrátt fyrir landsleikjafjöldann hefur hann spilað allan sinn feril í heimalandinu.
0. Ítalinn Alberto Zacchereoni er þjálfari Japana. Hann tók við þjálfun landsliðsins árið 2010 en hann hefur víða komið við. Meðal liða sem hann hefur þjálfað eru: AC Milan, Lazio, Udinese, Inter Mílanó, Torinó og Juventus.
0. Íslenska liðið er að mestu skipað leikmönnum frá liðum á Íslandi og á Norðurlöndunum og er hálfgert B-landsliðið. Á miðvikudaginn leikur A-landsliðið vináttuleik á móti Svartfellingum ytra. Enginn úr leikmannahópnum í dag verður með íslenska liðinu í þeim leik.
0. Haukur Páll Sigurðsson úr Val og Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV, leika í dag sinn fyrsta landsleik.
Lið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Guðmundur Kristjánsson, Hjálmar Jónsson, Hallgrímur Jónasson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Arnór Smárason, Haukur Páll Sigurðsson, Helgi Valur Daníelsson (f), Þórarinn Ingi Valdimarsson - Matthías Vilhjálmsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Ari Freyr Skúlason, Halldór Orri Björnsson, Garðar Jóhannsson, Elfar Freyr Helgason.
Lið Japans: Nishikawa (m), Komano, Kurihara, Konno, Makino, Endo, Fujimoto, Maeda, Kashiwagi, Masuda, Okubu. Varamenn: Yamamoto, Hayashi, Taniguchi, Inoha, Kondo, Moriwaki, Nakamura, Ishikawa, Isomura, Shibasaki, Tanaka, Kubo.