Lagerbäck: Vil vinna alla leiki

„Ég vonast auðvitað til þess að vinna leikinn,“ sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu við blaðamenn í Svartfjallalandi í gær en á morgun mæta Íslendingar liði Svartfjallalands í vináttuleik sem fram fer í Podgorica.

„Þó svo að menn noti vináttulandsleikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki, því það skiptir máli að skapa og viðhalda hugarfari sigurvegara,“ sagði Lagerbäck.

Spurður hvort það væri ekki slæmt að geta ekki valið Eið Smára Guðjohnsen og Kolbein Sigþórsson, sagði Lars: „Svona er þetta bara í fótbolta, stundum meiðast menn og þá verður bara að velja einhverja aðra, maður kemur í manns stað í þessu, liðsheildin er alltaf mikilvægust."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka