Íslensku strákarnir í úrslit á EM

U17 ára liðið sem varð Norðurlandameistari í fyrra.
U17 ára liðið sem varð Norðurlandameistari í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska U17 ára landslið pilta í knattspyrnu undir stjórn Gunnars Guðmundssonar var rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu í maí.

Í lokaumferð milliriðilsins sem leikinn var í Skotlandi unnu Íslendingar stórsigur á Litháum í dag, 4:0. Oliver Sigurjónsson, úr vítaspyrnu, Páll Þorsteinsson, Daði Bergsson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörk íslenska liðsins.

Ísland hlaut 7 stig úr leikjunum þremur eða jafnmörg og Danir sem höfðu betur á móti Skotum í dag, 3:2. Íslenska liðið kemst hins vegar í úrslitakeppnina á betri markatölu en hún var 7:2 hjá Íslendingum en 8:5 hjá Dönum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert