Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Belgíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Dessel í næstu viku, miðvikudaginn 4. apríl.
Ísland er með 13 stig í efsta sæti riðilsins en Belgía er í öðru sætinu með 11 stig þannig að leikurinn hefur gífurlega mikla þýðingu hvað varðar framhaldið í riðlinum. Sigurliðið fer beint á EM 2013 en liðið í öðru sæti fer í umspil. Norður-Írland er síðan með 8 stig og Noregur 6, Ungverjaland 4 en Búlgaría ekkert. Noregur á einn leik til góða á Ísland og tvo á Belgíu.
Eftir Belgíuleikinn á Ísland eftir að leika við Ungverjaland heima, Búlgaríu úti, Norður-Írland heima og loks Noreg á útivelli.
Edda Garðarsdóttir, Sif Atladóttir og Dagný Brynjarsdóttir koma allar inn í hópinn en þær misstu af Algarve-bikarnum vegna meiðsla. Guðný Björk Óðinsdóttir er hinsvegar úr leik þar sem hún sleit krossband í hné á dögunum.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
84 0 Þóra B. Helgadóttir, Malmö
20 0 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Aðrir leikmenn:
115 19 Katrín Jónsdóttir, Djurgården
89 4 Edda Garðarsdóttir, Örebro
79 63 Margrét Lára Viðarsdóttir, Potsdam
75 14 Dóra María Lárusdóttir, Vitoria
68 27 Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes
46 10 Sara Björk Gunnarsdóttir, Malmö
40 5 Katrín Ómarsdóttir, Kristianstad
36 2 Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
35 0 Sif Atladóttir, Kristianstad
27 1 Hallbera Guðný Gísladóttir, Piteå
26 2 Rakel Logadóttir, Val
25 1 Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
17 1 Dagný Brynjarsdóttir, Val
7 0 Þórunn Helga Jónsdóttir, Vitoria
6 0 Mist Edvardsdóttir, Val
5 0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni