Bayern München sigraði Real Madrid, 2:1, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Allianz leikvanginum í München í kvöld.
Franck Ribéry kom Bayern yfir en Mesut Özil jafnaði metin fyrir Real Madrid. Það var síðan Mario Gómez sem skoraði sigurmark Þjóðverjanna á 89. mínútu.
Liðin mætast aftur í Madríd á miðvikudaginn í næstu viku, 25. apríl, og eftir þessi úrslit verður það greinilega spennuþrungin viðureign.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
90+3. GULT. Marcelo hjá Real fær gula spjaldið fyrir brot sem hæglega hefði verðskuldað rautt! Glórulaust brot.
90+1. GULT. Gonzalo Higuaín framherji Real fær gula spjaldið fyrir að mótmæla hressilega, eftir að hafa fengið aukaspyrnu!
89. MARK - 2:1. Loksins skorar Mario Gómez, og þetta er verðskuldað. Philip Lahm, hægri bakvörðurinn, á allan heiður af þessu. Fíflar Coentrao uppúr skónum hægra megin og sendir inní markteiginn þar sem Gómez er mættur og kemur boltanum í netið.
87. Mario Gómez er keyrður niður í vítateig Real Madrid en Howard Webb dæmir ekkert.
86. Mario Gómez með hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá Philip Lahm en of nálægt Iker Casilles sem ver örugglega.
84. Gonzalo Higuaín kemur inná hjá Real fyrir Karim Benzema.
76. GULT - Sergio Ramos varnarmaður Real fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Mario Gómez.
73. Mario Gómez er enn ágengur við mark spænska liðsins og skallar nú rétt yfir mark þess af markteig eftir fyrirgjöf frá hægri.
71. Mario Gómez í dauðafæri í markteig Real eftir aukaspyrnu en þrumar boltanum yfir, af tæplega fjögurra metra færi! Þarna sluppu Spánverjarnir fyrir horn.
62. Mario Gómez fær sendingu inní vítateiginn hjá Real en Iker Casillas bjargar á síðustu stundu með góðu úthlaupi og nær boltann af tánum á markaskoraranum.
61. Thomas Müller kemur inná fyrir Bastian Schweinsteiger hjá Bayern.
60. GULT - Ángel di Maria hjá Real fær gula spjaldið fyrir að þruma boltanum uppí stúku eftir að dæmd hafði verið aukaspyrna á Spánverjana.
56. GULT - Coentrao hjá Real fær gula spjaldið fyrir brot.
53. MARK - 1:1. Gífurlega mikilvægt mark á útivelli fyrir Real. Cristiano Ronaldo kemst einn gegn Neuer sem ver frá honum. Spánverjarnir ná boltanum aftur, Ronaldo fær hann við endalínu vinstra megin og sendir inní markteiginn þar sem Mesut Özil skorar með viðstöðulausu skoti.
46. Seinni hálfleikur er hafinn.
45. HÁLFLEIKUR í München og heimamenn í Bayern eru yfir, 1:0. Nokkuð verðskuldað bara.
40. Bayern er nærri því að bæta við marki. Mario Gómez kemst inní vítateig Real, vinstra megin, og á fast skot en Iker Casillas ver með því að slá boltann yfir þverslána.
37. GULT - Þjóðverjarnir fá annað gult spjald. Nú er það Arjen Robben sem fer í hressilega sólatæklingu.
31. GULT - Fyrsta gula spjaldið í kvöld fær Holger Badstuber hjá Bayern fyrir að brjóta á Ángel di Maria.
24. Bastian Schweinsteiger með bylmingsskot að marki Real en rétt framhjá stönginni vinstra megin.
17. MARK - 1:0. Allt verður vitlaust á Allianz leikvanginum. Bayern fær hornspyrnu, varnarmenn Real koma boltanum ekki frá og Franck Ribéry þrumar boltanum í netið frá vítapunktinum.
15. Bayern gerir tilkall til vítaspyrnu þegar Franck Ribéry fellur í návígi við Sergio Ramos. Howard Webb dómari neitar því.
8. Karim Benzema í góðu færi en Manuel Neuer í marki Bayern ver vel með því að slá boltann yfir þverslána.
1. Leikurinn er hafinn í München.
Bayern: Neuer, Lahm, Badstuber, Boateng, Alaba, Gustavo, Schweinsteiger, Robben, Kroos, Ribéry, Gómez.
Varamenn: Butt, Olic, Rafinha, Pranjic, Contento, Tymoschuk.
Real Madrid: Casillas; Arbeloa, Pepe, Ramos, Coentrao; Khedira, Xabi Alonso; Ronaldo, Özil, Di Maria; Benzema.
Varamenn: Adan, Kaka, Granero, Marcelo, Albiol, Varane.