Lagerbäck ánægður með Gunnar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. mbl.is

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hrósaði Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, framherja Norrköping, eftir frammistöðu hans gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Gunnar Heiðar jafnaði þar metin fyrir Norrköping í 2:2 á lokasekúndum leiksins en Lagerbäck var mættur á leikinn til að fylgjast með honum og Ara Frey Skúlasyni, fyrirliða og miðjumanni Sundsvall.

„Ég er hérna til að skoða íslensku leikmennina. Við erum að fylgjast með 35-37 Íslendingum og bæði Ari og Gunnar eru í þeim hópi. Gunnar er geysilega vinnusamur, hleypur mikið og skorar mörk. Það er nákvæmlega þetta sem ég hef áður séð til hans. Góður leikmaður sem kemur til greina í landsliðið," sagði Lagerbäck við Expressen eftir leikinn.

Gunnar Heiðar var í fyrsta byrjunarliði Lagerbäcks í febrúar þegar Ísland tapaði 1:3 fyrir Japönum í vináttulandsleik í Osaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert