Úlfar tekur við af Þorláki

Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari U17 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu og tekur hann við liðinu af Þorláki Árnasyni þjálfara Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Þjálfunarferill Úlfars spannar 18 ár en hann var m.a. aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna og þjálfaði U21 landslið kvenna 2003 – 2004.  Hann hefur undanfarið verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki sem og þjálfari 3. flokks.  Einnig hefur hann verið aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 kvenna síðan 2010.

Þorlákur tók við liðinu í lok árs 2008 og náði frábærum árangri.  Komst m.a. með liðið á síðasta ári í úrslitakeppni EM þar sem fjögur lið tóku þátt og var liðið hársbreidd frá því að komast aftur í þessa keppni í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert