Guðjón Baldvinsson skoraði fyrra mark Halmstad í kvöld þegar lið hans sigraði Brommapojkarna, 2:0, í toppslag í sænsku B-deildinni í knattspyrnu.
Guðjón skoraði markið á 42. mínútu leiksins en hann spilaði í 88 mínútur. Kristinn Steindórsson lék allan leikinn með Halmstad og Jónas Guðni Sævarsson kom inná sem varamaður strax á 23. mínútu.
Guðjón hefur skorað 5 mörk í 8 leikjum og er markahæsti leikmaður liðsins.
Öster, lið Davíðs Þórs Viðarssonar, er efst eftir 8 umferðir með 22 stig en Halmstad er nú komið í annað sætið með 17 stig.