Lars gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu

Aron er aftur fyrirliði.
Aron er aftur fyrirliði. AFP

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu sem mætir Svíþjóð í æfingaleik í Gautaborg í kvöld.

Helgi Valur Daníelsson kemur inn á miðjuna í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar og Ari Freyr Skúlason tekur stöðu Hjartar Loga Valgarðssonar í vinstri bakverðinum.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 18.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Hallgrímur Jónasson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Hægri kantur: Rúrik Gíslason

Vinstri kantur: Gylfi Þór Sigurðsson

Miðtengiliðir: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Helgi Valur Daníelsson

Framherjar: Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson

Björn Bergmann Sigurðarson, Birkir Már Sævarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson og Sölvi Geir Ottesen eiga við meiðsli að stríða og verða ekki með í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert