Varnarleikurinn verkefnið

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands og Pontus Wernbloom eigast við …
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands og Pontus Wernbloom eigast við í leiknum í gærkvöld. AFP

Fjögur mörk í útileikjum gegn Frakklandi og Svíþjóð, liðum sem eru á leið í lokakeppni EM, er betri uppskera en búast hefði mátt við fyrirfram af íslenska landsliðinu í knattspyrnu, en þessi fínu mörk sem íslenska liðið skoraði í Valenciennes og Gautaborg komu fyrir lítið. Svíar lögðu Íslendinga á sama hátt og Frakkar, 3:2, í Gautaborg í gærkvöld, enda þótt þróunin í þeim leik hefði verið allt önnur en gegn Frökkunum.

Oftast hefur sterkur varnarleikur verið aðalsmerki íslenska landsliðsins. Hversu oft í sögunni hefur það ekki tapað 0:1 eftir hetjulega baráttu en lítil sóknartilþrif? Oftar en ég nenni að rifja frekar upp.

Lars Lagerbäck stendur frammi fyrir annars konar vandamáli. Hann er með efnilegasta landslið Íslands frá upphafi í höndunum. Fullt af fínum miðju- og sóknarmönnum, strákum sem þora og vilja spila boltanum, eru áræðnir og metnaðarfullir.

Sjá nánar umfjöllun um landsleikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert