Björn Bergmann: Erum langbesta liðið í riðlinum

Björn Bergmann Sigurðarson, framherji íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, var afar ósáttur eftir tapið gegn Aserbaídsjan á KR-vellinum í kvöld.

Honum finnst Ísland ekki bara betra en Aserarnir heldur besta liðið í riðlinum og furðar sig á stöðu Íslands  sem er með þrjú stig á botni síns riðils.

Í myndbandinu hér að ofan ræðir Björn við fréttamenn um leikinn og framtíð sína í boltanum en hann hefur verið þrálátlega orðaður við stór félög í Evrópu að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert