Heiðar Geir Júlíusson heldur áfram að skora fyrir Ängelholms í sænsku 1. deildinni en hann setti eitt af þremur mörkum sinna manna í sigri á Varbergs í dag.
Ängelholms vann leikinn, 3:2, en Heiðar Geir skoraði fyrsta markið á 11. mínútu.
Davíð Þór Viðarsson og félagar í Östers halda áfram að fara á kostum í 1. deildinni í Svíþjóð en þeir unnu öruggan sigur í dag á Degerfors, 2:0.
Östers er langefst í deildinni með 43 stig, tíu stigum á undan næsta liði. Heiðar Geir og félagar í Ängelholms er í fjórða sæti eftir leiki dagsins með 26 stig.