HK varð Shellmótsmeistari í Vestmannaeyjum

HK í aftari röð og Fjölnir í fremri röð.
HK í aftari röð og Fjölnir í fremri röð. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

HK varð Shellmótsmeistari í knattspyrnu á laugardaginn eftir að hafa unnið Fjölni í úrslitaleik, 2:0. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en HK skoraði mark undir lok hálfleiksins.

Mótið, sem er fyrir 6. flokk, gekk vel enda áratuga reynsla að baki við mótshaldið. Veðrið á alltaf stóran þátt í því hvernig til tekst en veðurguðirnir voru Eyjamönnum og gestum þeirra hliðhollir mótsdagana þótt aðeins hafi rignt á föstudaginn.

Eftir úrslitaleikinn gengu allir þátttakendur fylktu liði inn á völlinn þar sem þeir fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna í mótinu. Eftir það tók við lokahóf í Íþróttamiðstöðinni þar sem veitt voru verðlaun til einstaklinga og liða. Alls tóku um eitt þúsund piltar þátt í mótinu. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert