ÍBV er úr leik í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu þrátt fyrir 2:1 sigur á St. Patrick's Athletic í framlengdum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Írarnir komust áfram á útivallarmarki.
Írarnir unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum, 1:0. Matt Garner tryggði ÍBV framlengingu í kvöld með marki í lok venjulegs leiktíma. Eyþór Helgi Birgisson skoraði svo í framlengingunni en mínútu síðar skoraði Stephen O'Flynn fyrir gestina. Samkvæmt reglum Evrópudeildarinnar gildir útivallarmarkið þó að í framlengingu sé komið.
Lið ÍBV: (4-3-3) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner. Miðja: George Baldock, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Sókn: Ian Jeffs, Christian Olsen, Tonny Mawejje.
Varamenn: Eyþór Helgi Birgisson, Guðjón Orri Sigurjónsson, Gunnar Már Guðmundsson, Andri Ólafsson, Ragnar Leósson, Víðir Þorvarðarson, Tryggvi Guðmundsson.
Lið St. Patrick's Athletic: (4-3-3) Mark: Brendan Clarke. Vörn: Gerard O'Brien, Connor Kenna, Kenny Browne, Ian Bermingham. Miðja: Chris Forrester, James Chambers, Greg Bolger. Sókn: Darren Meenan, Anthony Flood, Sean O'Connor.
Varamenn: Barry Murphy, Jake Carroll, Aidan Price, Patrick Flynn, John Russell, Jake Kelly.