KR-ingar steinlágu í Helsinki (Myndir)

KR-inga steinlágu, 7:0, fyrir HJK Helsinki í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag, en leikið var í Finnlandi. Staðan var 2:0 í hálfleik fyrir heimamenn en í síðari hálfleik hrundi leikur KR-liðsins eins og spilaborg.

Fylgst var  með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið KR: Hannes Þór Halldórsson -  Dofri Snorrason, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Baldur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Óskar Örn Hauksson, Viktor Bjarki Arnarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Magnús Már Lúðvíksson.
Varamenn: Fjalar Þorgeirsson - Atli Sigurjónsson, Björn Jónsson, Haukur Heiðar Hauksson, Egill Jónsson, Emil Atlason, Aron Bjarki Jósepsson.

HJK Helsinki 7:0 KR opna loka
90. mín. "Það er núna sem KR-ingar standa saman," segir Jónas Kristinsson í útvarpslýsingu og minnir KR-inga á næsta leik liðsins í Pepsi-deildinni, sem verður við Stjörnuna á laugardaginn á heimavelli Stjörnunnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert