Frábær úrslit hjá FH í Stokkhólmi

Atli Guðnason skoraði markið mikilvæga.
Atli Guðnason skoraði markið mikilvæga. mbl.is/Eva Björk

FH gerði jafntefli gegn AIK, 1:1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Råsunda-vellinum í Stokkhólmi í dag og er í fínni stöðu fyrir heimaleikinn í Kaplakrika í næstu viku.

FH-liðið spilaði vel í leiknum og þótt AIK væri meira með boltann skoraði Atli Guðnason fyrsta mark leiksins á 40. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið.

AIK jafnaði metin, 1:1, úr sínu fyrsta færi í seinni hálfleik en markið skoraði Viktor Lundberg með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri og þar við sat.

Svíarnir fengu tvö dauðafæri í leiknum sem Gunnleifur Gunnleifsson varði en hann átti stórleik í markinu.

Bjarki Gunnlaugsson var einnig frábær í FH-liðinu sem og Hólmar Örn Rúnarsson sem skiluðu ómetanlegri vinnu á miðsvæðinu.

Seinni leikurinn fer fram í Kaplakrika eftir viku en þar þurfa Svíarnir að skora ætli þeir sér áfram í keppninni.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Lið AIK: (4-4-2) Mark: Ivan Turina. Vörn: Martin Lorentzson, Niklas Backman, Robert Åhman Persson, Nils-Eric Johansson. Miðja: Daniel Gustavsson, Helgi Valur Daníelsson, Robin Quaison, Lalawélé Atakora. Sókn: Viktor Lundberg, Celso Borges. 
Varamenn: 
Per Karlsson, Daniel Tjernström, Martin Kayongo-Mutumba, Christian Kouakou, Kyriakos Stamatopoulos, Alhassan Kamara, Gabriel Özkan.

Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðjón Árni Antoníusson, Pétur Viðarsson, Guðmann Þórisson, Danny Thomas. Miðja: Hólmar Örn Rúnarsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrisson. Sókn: Emil Pálsson, Atli Guðnason, Albert Brynjar Ingason.
Varamenn: Róbert Örn Óskarsson, Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guðmundsson, Einar Karl Ingvarsson, Jón Ragnar Jónsson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson.

AIK 1:1 FH opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að minnsta kosti þrjár mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert