„Heldur Veigar að hann sé Messi?“

Veigar Páll fagnar marki Heiðars Helgusonar í landsleik.
Veigar Páll fagnar marki Heiðars Helgusonar í landsleik. mbl.is/Golli

Veigari Páli Gunnarssyni, knattspyrnumanni í Noregi, hefur gengið illa að festa sig í sessi í liði Vålerenga síðan hann kom frá Stabæk síðasta sumar. Veigar Páll lét óánægju sína í ljós eftir leik við Stabæk á sunnudag þar sem hann lék aðeins fyrri hálfleikinn.

Vidar Davidsen, fyrrverandi þjálfari hjá Vålerenga, gaf lítið fyrir þá óánægju og gagnrýndi Veigar á facebook-síðu sinni. „Gunnarsson vill meina að liðið eigi að aðlagast leikstílnum hans. Heldur hann að hann sé Messi?“ skrifaði Davidsen.

Í samtali við Aftenposten.no segir Davidsen að Veigar þurfi einfaldlega að komast í betra form, þegar hann er spurður hvort félagið geti eitthvað gert til að fá meira út úr Veigari. Hann geti ekki kvartað yfir of litlum leiktíma.

„Það eru tíu aðrir í hópnum sem geta sagt það sama en það eru þeir sem eru í bestu formi og standa sig best sem spila. Það er auðvelt að skjóta á aðra. Fyrst verður hann að koma sér í form, svo verður hann að standa sig á æfingum. Þá verður leiðin stutt í liðið. Veigar verður að skoða sín mál sjálfur,“ sagði Davidsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert