Gunnar Heiðar og Alfreð skoruðu báðir

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði í dag.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði í dag. mbl.is

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í IFK Nörrköping höfðu betur gegn Alfreð Finnbogasyni og hans félögum í Helsingborg, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Gunnar Heiðar skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu en þetta er hans 9. mark í sænsku úrvalsdeildinni. Nörrköping bætti svo við öðru marki á 25. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik, 2:0.

Alfreð Finnbogason byrjaði á varamannabekk Helsingborgar í dag en kom inn á í hálfleik. Alfreð svaraði kallinu og skoraði á 68. mínútu en lengra komust meistararnir ekki. Lokatölur, 2:1.

Alfreð er búinn að skora tíu mörk í sænsku úrvalsdeildinni eða rétt tæpan helming allra marka Helsingborgar. Helsingborg er í 3. sætinu 28 stig eins og Nörrköping sem er sæti neðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert