Ingvar í hópnum sem mætir Færeyjum

Ingvar Jónsson er í fyrsta sinn í A-landsliði Íslands.
Ingvar Jónsson er í fyrsta sinn í A-landsliði Íslands. mbl.is/Golli

Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, er eini nýliðinn í A-landsliðshópi karla í knattspyrnu sem valinn var fyrir æfingaleik við Færeyjar 15. ágúst á Laugardalsvelli en það er síðasti æfingaleikur Íslands fyrir undankeppni HM sem hefst í september.

Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson, sem báðir eru án félags sem stendur, verða hugsanlega kallaðir inn í landsliðshópinn fyrir leikinn. Hópinn má sjá hér að neðan.

Markmenn
Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Hannes Þór Halldórsson, KR
Ingvar Jónsson, Stjörnunni
                        
Varnarmenn                        
Ragnar Sigurðsson, FC København
Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FC København
Ari Freyr Skúlason, Sundsvall
Indriði Sigurðsson, Viking
Kári Árnason, Rotherham
Birkir Már Sævarsson, Brann
Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk

Miðjumenn                        
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Helgi Valur Daníelsson, AIK
Emil Hallfreðsson, Hellas Verona
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ
Rúrik Gíslason, OB
Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves
Arnór Smárason, Esbjerg
                        
Sóknarmenn                        
Birkir Bjarnason, Pescara Calcio
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Alfreð Finnbogason, Helsingborg
Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham
Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert