Alfreð lagði upp fimm og skoraði eitt

Alfreð Finnbogason lagði upp öll þrjú mörkin í dag.
Alfreð Finnbogason lagði upp öll þrjú mörkin í dag. mbl.is/Golli

Óhætt er að segja að Alfreð Finnbogason hafi verið í einu aðalhlutverkanna hjá Helsingborg sem sló út pólska liðið Slask Wrockaw af miklu öryggi og kom sér í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Alfreð lagði upp öll þrjú mörk Helsingborgar í 3:1-sigri í seinni leik liðanna í dag fyrir Thomas Sörum félaga sinn. Hann hafði skorað eitt mark og lagt upp tvö í 3:0-sigri í Póllandi og kom því að öllum mörkum liðsins. Helsingborg vann samtals 6:1 og það kom ekki að sök þótt Alfreð klúðraði vítaspyrnu í dag.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Helsingborg sem nú er öruggt um að komast að minnsta kosti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það myndi gerast ef Helsinborg tapaði fyrir andstæðingi sínum í umspili um að komast í sjálfa Meistaradeildina. Dregið verður í umspilið á föstudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert