Stjörnukonur til Rússlands

Stjörnukonur fagna marki.
Stjörnukonur fagna marki. Morgunblaðið/Ómar

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki mæta liði Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var til þeirra í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag.

Takist Stjörnunni að slá rússneska liðið út í 32-liða úrslitunum bíður liðsins leikur gegn PK-35 Vantaa frá Finnlandi eða Lyon og má slá því föstu að Lyon verði mótherjinn en liðið er núverandi Evrópumeistari.

Stjarnan var eitt 22 liða sem sátu hjá þegar undankeppnin var leikin en henni lauk í síðustu viku. Sextán bestu liðin, samkvæmt styrkleikalista, voru í efri styrkleikaflokknum, en hin sex ásamt þeim 10 sem komust áfram úr undankeppninni eru í neðri flokknum.

Malmö, liðið sem Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir leika með, dróst á móti liði MTK Hungária frá Ungverjalandi.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 26./27. september og 3./4. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert