Jón Guðni samdi við Sundsvall

Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er genginn til liðs við sænska A-deildarliðið Sundsvall og verður því samherji Ara Freys Skúlasonar. Þetta kemur fram á vef Sundsvall í dag.

Jón Guðni gerði þriggja og hálfs árs samning við Sundsvall en hann var á mála hjá belgíska liðinu Beerschot þar sem hann fékk fá tækifæri. Jón Guðni sem er 23 ára gamall lék með Fram áður en hann samdi við belgíska liðið.

Sundsvall er í 9. sæti af 16 liðum í deildinni með 24 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert