Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason fór meiddur af velli á 17. mínútu þegar lið hans Esbjerg gerði 1:1 jafntefli við Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Arnór upplýsti á Twitter-síðu sinni að um væri að ræða skemmd í liðböndum í hné en hann kvaðst vonast til að vera ekki lengi frá keppni.
Á þriðjudag verður landsliðshópurinn fyrir leikina við Noreg og Kýpur í undankeppni HM tilkynntur en þeir eru snemma í september. Því er óvíst að Arnór geti tekið þátt í þeim.