Aron Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk AGF þegar liðið sigraði Horsens, 4.1, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Aron skoraði þrennu á tæpum fjórum mínútum í fyrri hálfleik og bætti svo fjórða markinu við í byrjun seinni hálfleiks.
Aroni var skipt út af á 68. mínútu en fyrir leikinn í kvöld hafði hann skoraði eitt mark í sex fyrstu leikjum AGF í deildinni.