Egil „Drillo“ Olsen landsliðsþjálfari Norðmanna hefur valið landsliðshópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvellinum föstudagskvöldið 7. september.
John Arne Riise og Brede Hangeland eru þekktustu leikmenn norska liðsins en þeir spila báðir með enska úrvalsdeildarliðinu Fulham. Þá er framherjinn Alexander Söderlund í hópnum en hann var á mála hjá FH-ingum fyrir tveimur árum. Hins vegar var ekkert pláss fyrir þá Morten Gamst Pedersen, Erik Huseklepp og Christian Grindheim en þeir hafa fast sæti í liði Norðmanna undanfarin ár.
Á morgun verður íslenski landsliðshópurinn tilkynntur.
Norski landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
André Hansen - Odd Grenland
Rune Almenning Jarstein - Viking
Espen Bugge Pettersen - Molde
Aðrir leikmenn:
Mohammed Abdellaoue - Hannover
Daniel Braaten - Toulouse
Vadim Demidov - Eintracht Frankfurt
Magnus Wolff Eikrem - Molde
Tarik Elyounoussi - Rosenborg
Brede Hangeland - Fulham
Markus Henriksen - Rosenborg
Tom Høgli - Club Brugge
Ruben Yttergård Jenssen - Tromsö
Håvard Nordtveit - Borussia Mönchengladbach
Bjørn Helge Riise - Lilleström
John Arne Riise - Fulham
Jonathan Parr - Crystal Palace
Espen Ruud - OB
Alexander Toft Söderlund - Haugesund
Alexander Tettey - Norwich
Kjetil Wæhler - IFK Gautaborg