Norska landsliðið sem mætir Íslendingum

Brede Hangeland og Sölvi Geir Ottesen takast hér á.
Brede Hangeland og Sölvi Geir Ottesen takast hér á. Eggert Jóhannesson

Egil „Drillo“ Olsen landsliðsþjálfari Norðmanna hefur valið landsliðshópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvellinum föstudagskvöldið 7. september.

John Arne Riise og Brede Hangeland eru þekktustu leikmenn norska liðsins en þeir spila báðir með enska úrvalsdeildarliðinu Fulham. Þá er framherjinn Alexander Söderlund í hópnum en hann var á mála hjá FH-ingum fyrir tveimur árum. Hins vegar var ekkert pláss fyrir þá Morten Gamst Pedersen, Erik Huseklepp og Christian Grindheim en þeir hafa fast sæti í liði Norðmanna undanfarin ár.

Á morgun verður íslenski landsliðshópurinn tilkynntur.

Norski landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
André Hansen - Odd Grenland   
Rune Almenning Jarstein - Viking 
Espen Bugge Pettersen - Molde 

Aðrir leikmenn:
Mohammed Abdellaoue - Hannover 
Daniel Braaten - Toulouse 
Vadim Demidov - Eintracht Frankfurt 
Magnus Wolff Eikrem - Molde 
Tarik Elyounoussi - Rosenborg
Brede Hangeland - Fulham
Markus Henriksen - Rosenborg 
Tom Høgli - Club Brugge 
Ruben Yttergård Jenssen - Tromsö
Håvard Nordtveit - Borussia Mönchengladbach
Bjørn Helge Riise - Lilleström
John Arne Riise - Fulham
Jonathan Parr - Crystal Palace 
Espen Ruud - OB
Alexander Toft Söderlund - Haugesund
Alexander Tettey - Norwich
Kjetil Wæhler - IFK Gautaborg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert