AGF vill halda Aroni og gera nýjan samning

Aron Jóhannsson var á skotskónum í fyrrakvöld.
Aron Jóhannsson var á skotskónum í fyrrakvöld. Ljósmynd/www.agf.dk

Forráðamenn danska knattspyrnuliðsins AGF vilja gera nýjan samning við Aron Jóhannsson en Aron sló heldur betur í gegn með liðinu í fyrrakvöld þegar hann skoraði öll fjögur mörk liðsins í sigrinum á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.

„Við munum ræða við hann fljótlega og það er enginn vafi að við viljum halda honum hjá félaginu. Hann hefur einstaka hæfileika,“ sagði Brian Steen Nielsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá AGF, við danska fjölmiðla í gær en samningur Arons rennur út næsta sumar.

Aron, sem er 21 árs gamall, er á sínu öðru ári með AGF í dönsku úrvalsdeildinni en hann kom til liðsins frá Fjölni í Grafarvogi. Aron hefur spilað 37 leiki með Árósaliðinu og hefur í þeim skorað 12 mörk. Framganga Arons í leiknum í fyrrakvöld hefur vakið verðskuldaða athygli en hann skráði nafn sitt í sögubækur deildarinnar með því að skora fljótustu þrennuna frá upphafi en það tók hann aðeins 3 mínútur og 50 sekúndur. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert