Kolbeinn fer á þrjá flotta velli

Kolbeinn Sigþórsson í æfingaleik gegn Celtic í sumar.
Kolbeinn Sigþórsson í æfingaleik gegn Celtic í sumar. AFP

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í fótbolta, og félagar hans í Ajax duttu ekki alveg í lukkupottinn þegar dregið var í riðla fyrir Meistaradeildina í fótbolta í gær.

Ajax dróst í riðil með þremur meistaraliðum; Real Madrid, Manchester City og Dortmund. Þó verkefnið sé ærið fær Kolbeinn tækifæri til að spila á þremur mögnuðum leikvöngum, þá sérstaklega í Madríd og Dortmund.

Meistarar City voru óheppnastir ensku liðanna með dráttinn en þar var Man. United hvað heppnast. Chelsea er í riðli með Juventus og dönsku meisturunum í Nordsjælland. Arsenal er með Schalke og Montpellier í riðli.

A-riðill: Porto, Dynamo Kíev, Paris Saint-Germain, Dinamo Zagreb,

B-riðill: Arsenal, Schalke, Olympiakos, Montpellier,

C-riðill: AC Milan, Zenit St. Petersburg, Anderlecht, Malága,

D-riðill: Real Madrid, Man. City, Ajax, Dortmund,

E-riðill: Chelsea, Shakhtar Donetsk, Juventus, Nordsjælland,

F-riðill: Bayern München, Valencia, Lille, BATE Borisov,

G-riðill: Barcelona, Benfica, Spartak Moskva, Celtic,

H-riðill: Man. Utd, Braga, Galatasaray, CFR Cluj.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert