Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 árs liðs karla í fótbolta, hefur valið hópinn sem mætir Belgíu ytra í undankeppni EM næsta mánudag. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum.
Níu leikmenn eru í hópnum sem hafa ekki spilað fyrir U21 árs landsliðið en Eyjólfur virðist ætla að gefa nýjum mönnum tækifæri. Í hópinn vantar fastamenn á borð við Björn Daníel Sverrisson og Rúnar Má Sigurjónsson.
Rúnar Alex Rúnarsson, 17 ára markvörður KR og sonur Rúnars Kristinssonar, er í hópnum ásamt Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA.
Íslenska liðið hefur átt afleitu gengi að fagna í riðlinum en eftir að vinna Belgíu í fyrsta leik hafa síðustu sex leikir tapast.
Markverðir:
Árni Snær Ólafsson, ÍA
Rúnar Alex Rúnarsson, KR
Varnarmenn:
Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro
Hólmar Örn Eyjólfsson, Bochum
Davíð Ásbjörnsson, Fylkir
Einar Karl Ingvarsson, FH
Sverrir Ingi Ingason, Breiðabliki
Hörður Björgvin Magnússon, Juventus
Miðjumenn:
Guðlaugur Victor Pálsson, NEC
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV
Jón Daði Böðvarsson, Selfoss
Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram
Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki
Andri Adolphsson, ÍA
Arnór Ingvi Traustason, Sandnes
Sóknarmenn:
Aron Jóhannsson, AGF
Emil Atlason, KR
Kristinn Steindórsson, Halmstad