Ronaldo eins og grenjandi smábarn

Ronaldo skoraði tvö gegn Granada en fagnaði ekki.
Ronaldo skoraði tvö gegn Granada en fagnaði ekki. AFP

Cristiano Ronaldo kom nokkuð á óvart með ummælum sínum um helgina þegar hann sagðist óánægður hjá Real Madrid og þess vegna fagnaði hann ekki mörkum sínum tveimur. Gömul hetja hjá félaginu segir þetta nýjasta útspil Ronaldos ekkert annnað en athyglissýki.

„Fyrir mig er þetta eins og að fylgjast með grenjandi smábarni. Ég held að Ronaldo sé ekki óánægður hjá Real Madrid. Hann væri búinn að tala um það ef svo væri,“ segir varnarmaðurinn Enrique Pérez Díaz, betur þekktur sem Pachín, en hann spilaði með Real á sjöunda áratug síðustu aldar.

„Af hverju ætti hann að vera óánægður hjá Madrid? Liðið er byggt í kringum hann sem er eðlilegt því hann er einstakur leikmaður.“

„Það eru allir leikmenn ánægðir hjá Madrid og það á líka við um Ronaldo. Ef hann vildi í alvörunni fara hefði hann sagt það þegar félagaskiptaglugginn var opinn, ekki núna þegar hann er lokaður,“ segir Pachín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert