Skrýtnir þrír sólarhringar

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. mbl.is/reuters

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, samdi í gær við danska stórliðið FC Köbenhavn til fjögurra ára, eða til 1. júlí 2016, eftir að það komst að samkomulagi við OB frá Óðinsvéum um kaup á honum.

Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að Rúrik skoraði jöfnunarmark OB, 2:2, í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni.

„Já, þetta eru búnir að vera skrýtnir þrír sólarhringar, eftir að það kom upp að FCK vildi kaupa mig. Þegar kom að leiknum var ekkert samkomulag í höfn, ég vissi ekkert hvað yrði, og þótt umboðsmaðurinn bæði mig um að spila ekki leikinn kom ekki annað til greina. Ég bjó mig undir hann eins vel og ég gat, mætti einbeittur og náði að skora þetta mikilvæga mark, sem ég var mjög ánægður með. Á þeim tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um hvort kaupin gengju eftir, félögin urðu ekki sammála fyrr en á síðustu stundu svo það var ekki annað í myndinni en að spila og standa sig sem best. Reyndar fékk ég að heyra það frá FCK-mönnum þegar ég mætti á Parken áðan til að skrifa undir, en það var allt í léttum dúr!“ sagði Rúrik við Morgunblaðið eftir undirskriftina.

Sjá viðtal við Rúrik í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert