Kolbeinn ekki með gegn Norðmönnum

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Eggert

Kolbeinn Sigþórsson framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu verður ekki með í leiknum gegn Norðmönnum í undankeppni HM á Laugardalsvellinum annað kvöld. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari greindi fréttamönnum frá þessu nú rétt fyrir hádegi.

Íslendingar sækja Kýpurbúa heim í undankeppninni á þriðjudaginn og hæpið er að Kolbeinn verði með í þeim leik.

Þessi tíðindi koma ekki á óvart enda er Kolbeinn búinn að vera frá æfingum og keppni vegna meiðsla í öxl síðustu vikurnar. Fram kom í spjalli Morgunblaðsins við hann á dögunum að hann hefði farið úr axlarlið og hann var ekki bjartsýnn á að geta verið með landsliðinu í komandi leikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert