Sérstakt fyrir Birki að spila gegn Noregi

Birkir Bjarnason á landsliðsæfingu í gær.
Birkir Bjarnason á landsliðsæfingu í gær. mbl.is/Golli

„Maður leggur sig fram í hverjum leik en þetta er svolítið sérstakt fyrir mig. Ég bjó þarna í tólf ár þannig að já, þetta er sérstakt,“ segir Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, en hann er í íslenska hópnum sem mætir Noregi í undankeppni HM 2014.

Birkir fluttist ungur til Noregs og spilaði þar með Viking frá Stafangri. Hann þekkir vel til norska boltans og norska liðsins.

„Það er mikið af ungum strákum að koma inn. Þeir eru með gott lið en við erum líka með gott lið þannig að við sjáum bara til. Þetta verður spennandi og harður leikur,“ segir Birkir.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert