Íslendingar hljóta að vera góðir

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Ljósmynd/www.agf.dk

Brian Steen Nielsen, íþróttastjóri danska knattspyrnufélagsins, segir að íslenska landsliðið hljóti að vera mjög gott fyrst það hafi ekki not fyrir krafta Arons Jóhannssonar, leikmanns AGF og markahæsta leikmanns dönsku úrvalsdeildarinnar.

Aron hefur skorað 7 mörk fyrir AGF, sex þeirra í síðustu tveimur leikjunum, en hann er í íslenska 21-árs landsliðinu sem mætir Belgum á mánudaginn. Nielsen segir við bold.dk að sér þyki einkennilegt að Aron sé ekki í A-landsliðshópnum fyrir leiki Íslands gegn Noregi og Kýpur.

„Þeir hljóta að vera með gott landslið sem stendur. Ég er undrandi á því að þeir geti ekki notað sóknarmann sem er sjóðheitur þessa stundina. Ég veit að þeir eru með nokkra góða sóknarmenn en mér finnst að ungur leikmaður sem stendur sig svona vel ætti að fá tækifæri í svona leikjum, þó að það væri ekki nema til að vera hluti af hópnum," segir Brian Steen Nielsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert