Norðmenn hafa ekki enn komist yfir það þegar Rúnar Kristinsson, þáverandi aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara, fylgdist með æfingu Noregs fyrir leik liðanna í undankeppni EM fyrir tveimur árum.
Á blaðamannafundi í gær var Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, spurður hvort hann ætlaði að fylgjast með æfingu norska liðsins eða einhverjir á hans vegum.
Lagerbäck fullyrti að hann ætlaði ekki að vera á æfingunni en líklega þyrfti starfsfólk Laugardalsvallar að vera á staðnum þar sem það væri í vinnunni. Uppskar það mikil hlátrasköll.
Hann sagðist ennfremur ekki hafa áhuga á að horfa á æfingu Noregs því upplýsingarnar sem kæmu fram þar hjálpuðu honum ekkert.
Norska sjónvarpsstöðin TV2 virðist hafa miklar áhyggjur af íslenskum njósnurum og gerði gamansamt myndband þess efnis. Var meðal annars starfsmaður á Laugardalsvelli spurður hvort hann væri íslenskur njósnari.
Hér smá sjá frétt TV2 og myndbandið hressa.