Margrét Lára spilaði í jafntefli Kristianstad

Margrét Lára segist ekki geta komið að gagni með landsliðinu …
Margrét Lára segist ekki geta komið að gagni með landsliðinu í næsta verkefni vegna meiðsla. mbl.is

Margrét Lára Viðarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá sænska liðinu Kristianstad í kvöld þegar það gerði 1:1 jafntefli gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sif Atladóttir og Katrín Ómarsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar. Kristianstad komst yfir í leiknum en fékk á sig jöfnunarmark tíu mínútum fyrir leikslok.

Margrét Lára spilaði síðustu 20 mínútur leiksins en hún gefur ekki kost á sér í landsleiki Íslands gegn Norður-Írlandi og Noregi vegna meiðsla. Þeir leikir skera úr um hvort Ísland kemst á EM í Svíþjóð 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert