Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skaust að nýju í toppsæti síns riðils í undankeppni EM eftir 2:0 sigur á Norður-Írum á Laugardalsvellinum í kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Íslendinga á 37. mínútu og Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn með glæsilegu marki á 53. mínútu.
Með sigrinum tryggði Ísland sér annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum og er öruggt í umspil um sæti á EM. Ísland hefur 22 stig í efsta sæti en Norðmenn eru í öðru sæti með 21. Þjóðirnar mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Ullevaal vellinum í Osló á miðvikudaginn.
Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Dóra María Lárusdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Hallbera Gísladóttir - Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdótir, Sara Björk Gunnarsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sandra María Jessen, Dagný Brynjarsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir.
Lið N-Írlands: Emma Higgins, Alex Hurst, Demi Vance, Sara McFadden, Julie Nelson, Ashley Hutton, Alison Smith, Nadene Caldwell, Rachel Furness, Simone Magill, Caragh Milligan.
Varamenn: Krystal Parker, Alana McShane, Kelly Bailie, Rebecca Holloway, Aoife Lennon, Laura Nicholas, Clare Carson.
Ísland | 2:0 | Norður-Írland | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Leik lokið +2 +2 Öruggur sigur Íslands. Aldrei í hættu. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |