Aron skoraði tvö og lagði eitt upp

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. mbl.is/Ómar

Aron Jóhannsson, framherjinn ungi hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF, skoraði tvö marka liðsins og lagði það þriðja upp þegar AGF vann  Midtjylland 3:2 í Árósum í kvöld.

Aron kom AGF yfir strax á 11. mínútu en Midtjylland jafnaði metin á 26. mínútu. Aron skoraði aftur á 71. mínútu, 2:1, og á 86. mínútu lagði hann upp mark fyrir félaga sinn David Devdariani. Gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma og lokatölur því 3:2 .

Aron er þar með orðinn einn markahæstur í deildinni á ný með 9 mörk í 9 leikjum en Andreas Cornelius hjá FC Köbenhavn náði honum á laugardaginn með því að skora sitt 7. mark á tímabilinu.

Nýliðar AGF eru nú komnir í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 9 umferðir. Fyrir ofan eru FC Köbenhavn með 21 stig, AaB með 20 og meistarar Nordsjælland með 15 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert