„Aron leggur geysilega hart að sér“

Aron Jóhannsson á skotskónum.
Aron Jóhannsson á skotskónum. mbl.is/www.agf.dk

Aron Jóhannsson er búinn að skora 8 mörk í síðustu þremur leikjum AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann skoraði tvívegis í sigri Árósaliðsins á Midjylland í gærkvöld, 3:2, og lagði upp þriðja markið.

Aron er markahæstur í deildinni með 9 mörk eftir 9 umferðir, tveimur á undan næsta manni, en Andreas Cornelius hefur skorað 7 mörk fyrir FC Köbenhavn.

„Aron skapar sér mörg marktækifæri, að hluta til vegna þess að hann er með góða samherja í kringum sig. Núna var Davit Skhirtladze maðurinn á bakvið mörkin hjá Aroni. Öll þessi mörk Arons eru að hluta til komin vegna þess hve geysilega hart hann leggur að sér á hverjum degi, og hluta til vegna þess að við erum með hóp leikmanna sem ná vel saman,“ sagði Peter Sörensen þjálfari AGF á vef félagsins eftir leikinn.

Umræddur Skhirtladze er hinsvegar ekki á skotskónum þrátt fyrir mörg góð færi. „Nú er hann í sömu stöðu og Aron fyrir ári síðan, en nú hefur Aron lært að skora mörk. Þá sögðum við að Aron legði hart að sér og Peter Graulund nýtti sér það. Nú er það Aron sem skorar og Skhirtladze sem leggur upp,“ sagði Sörensen ennfremur.

AGF er komið í 4. sætið eftir sigurinn. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka