Aron Jóhannsson, markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, sem leikur með AGF, er í A-landsliðshópi Íslands í fyrsta skipti en Lars Lagerbäck hefur valið 22 leikmenn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 12. og 16. október.
Aron hefur skorað 10 mörk í síðustu fimm leikjum AGF í deildinni en hann var í 21-árs landsliðinu sem lauk undankeppni EM í síðasta mánuði.
Hólmar Örn Eyjólfsson frá Bochum, sem hefur leikið einn landsleik, og Haraldur Björnsson frá Sarpsborg, sem hefur ekki spilað landsleik en verið í hópnum áður, eru ásamt Aroni reynsluminnstu mennirnir.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
23/0 Gunnleifur Gunnleifsson, FH
6/0 Hannes Þór Halldórsson, KR
0/0 Haraldur Björnsson, Sarpsborg
Varnarmenn:
44/4 Grétar Rafn Steinsson, Kayserispor
30/0 Birkir Már Sævarsson, Brann
22/2 Kári Árnason, Rotherham
22/0 Ragnar Sigurðsson, FC Köbenhavn
21/0 Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk
19/0 Sölvi Geir Ottesen, FC Köbenhavn
6/0 Ari Freyr Skúlason, Sundsvall
1/0 Hólmar Örn Eyjólfsson, Bochum
Miðjumenn:
31/0 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
31/1 Emil Hallfreðsson, Verona
22/0 Helgi Valur Daníelsson, AIK
19/0 Jóhann Berg Guðmundsson, AZ
19/1 Rúrik Gíslason, FC Köbenhavn
17/0 Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves
15/1 Birkir Bjarnason, Pescara
12/1 Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham
Sóknarmenn:
23/5 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping
10/3 Alfreð Finnbogason, Heerenveen
0/0 Aron Jóhannsson, AGF
Sölvi Geir Ottesen leikur ekki gegn Albaníu en hann tekur þá út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum við Kýpur.