„Hefði farið fengi ég að ráða“

Aron Jóhannsson á skotskónum.
Aron Jóhannsson á skotskónum. Ljósmynd/www.agf.dk

„Þetta er ömurlegt. Það er alveg ógeðslega leiðinlegt að geta ekki verið með þegar maður fær loks kallið,“ segir Aron Jóhannsson, framherji danska úrvalsdeildarliðsins AGF, í viðtali við Morgunblaðið.

Aron þurfti að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Sviss í undankeppni HM vegna meiðsla í nára. Í hans stað var Guðjón Baldvinsson, framherji sænska 1. deildar liðsins Halmstad, kallaður inn í hópinn.

Aron hefur verið að raða inn mörkum fyrir AGF en hann setti sitt tólfta mark í jafnmörgum leikjum um helgina. Það var þó í þeim leik sem Aron fór virkilega að finna fyrir meiðslunum sem hafa hrjáð hann um nokkurt skeið. „Ég er búinn að vera tæpur í nára síðustu þrjár vikur eða svo. Svo small eitthvað í leiknum í gær og ég er frekar slæmur. Ég er búinn að æfa voðalega lítið undanfarið. Kannski svona þrisvar síðustu tvær vikur. Ég er bara í endurheimt og sjúkraþjálfun svo ég geti spilað þessa leiki,“ segir Aron.

Sjá samtal við Aron í heild í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert