Magnað í moldarslag

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði stigin þrjú með gullfallegu skoti úr …
Gylfi Þór Sigurðsson tryggði stigin þrjú með gullfallegu skoti úr aukaspyrnu mbl.is/Golli

Til þess að ná langt í undankeppni stórmótanna þarf að vinna leiki á útivelli af og til. Það hefur ekki verið sterkasta hlið knattspyrnulandsliðsins okkar að sækja stig til annarra landa og því er sigurinn á Albönum í Tirana í gærkvöld, 2:1, sögulegur og afar kærkominn.

Þetta er fyrsti útisigurinn í undankeppni í sex ár, sá fyrsti í 15 leikjum á þessum tíma, en síðast sótti Ísland, þá í fyrsta mótsleiknum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þrjú stig til Norður-Írlands þegar liðið vann þar 3:0-sigur í september 2006.

Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason voru í liðinu á Windsor Park þann dag en aðrir sem léku í Tirana í gærkvöld upplifðu fyrsta útisigurinn sinn með A-landsliðinu á ferlinum. Það er að segja í mótsleik.

Vonandi hafa þeir þar með náð að brjóta ísinn. Riðill Íslands í þessari undankeppni er galopinn og sjaldan verið jafnmiklir möguleikar á að ná langt. Vert er að minna á það að Ísland kom úr neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana en Noregur úr þeim efsta.

Sjá umfjöllun um viðureignina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert