Lagerbäck: Slæm mistök hjá Gylfa og Alfreð

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark gegn Albaníu.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark gegn Albaníu. mbl.is/Golli

Lars Lagerbäck þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu sagði á fréttamannafundi í dag að liðið hefði ekki efni á því að leikmenn væru að ná í gul spjöld með álíka hætti og þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason gerðu gegn Albaníu á föstudag.

Fái leikmenn tvö gul spjöld í undankeppni HM fara þeir í leikbann líkt og Aron Einar Gunnarsson sem missir af leiknum við Sviss.

Gylfi fékk gula spjaldið fyrir að fara úr treyju sinni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu, en Alfreð fékk að líta það fyrir kjaftbrúk.

„Þetta voru tvenn mistök sem við ræddum á fundi eftir leikinn. Það voru slæm mistök hjá Alfreð og Gylfa að fá þessi spjöld,“ sagði Lagerbäck.

„Ég get á vissan hátt skilið menn að ráða ekki við sig þegar þeir koma liðinu yfir skömmu fyrir leikslok en svona á ekki að gerast. Við megum ekki við því og verðum að læra af þessu,“ bætti Svíinn við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert