Barnetta: Ísland betra en Noregur

Tranquillo Barnetta sækir að markverði Slóvena í fyrsta leik Sviss …
Tranquillo Barnetta sækir að markverði Slóvena í fyrsta leik Sviss í undankeppninni í haust. AFP

Tranquillo Barnetta, leikmaður svissneska landsliðsins í knattspyrnu, segir ekkert vanmat í gangi hjá Sviss fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2014. Sviss gerði jafntefli við Noreg á föstudaginn, 1:1, og býst Barnetta við erfiðari leik í Laugardalnum.

„Ísland er jafnvel betra en Noregur,“ sagði Barnetta á blaðamannafundi í gær en hann varar Íslendinga aftur á móti við því að fagna því of mikið að Eren Derdiyok, aðalframherji Sviss, sé í leikbanni. Í hans stað verður Mario Gavranovic í framlínunni en hann skoraði markið gegn Noregi. „Mario hefur farið vel af stað með landsliðinu og er fullur sjálfstrausts,“ sagði Barnetta.

Fyrirliði Sviss, Gökhan Inler, tekur undir með Barnetta og býst við erfiðum leik í kvöld. „Þetta er jafn riðill þar sem allir geta unnið alla. Ísland er með gott lið og við þurfum að spila vel til að vinna það,“ segir Gökhan Inler.

tomas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert