Eggert Gunnþór kemur inn í byrjunarliðið

Eggert í leik gegn Noregi.
Eggert í leik gegn Noregi. mbl.is/eggert

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu sem mætir Sviss í toppleik E-riðils undankeppni HM á Laugardalsvelli klukkan 18.30 í kvöld.

Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Aron Einar Gunnarsson fyrirliða sem tekur út leikbann. Fótbolti.net greinir frá.

Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Grétar Rafn Steinsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Rúrik Gíslason, Eggert Gunnþór Jónsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert