Kári Árnason er þriðji landsliðsmaður Íslands sem er kominn í leikbann vegna guls spjalds í leiknum gegn Svisslendingum á Laugardalsvellinum í kvöld.
Kári fékk gula spjaldið á 82. mínútu fyrir að slá til mótherja og slapp í raun vel með að fá aðeins gult. Hann er þá kominn með tvö gul spjöld í keppninni.
Auk Kára eru Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason komnir í bann vegna tveggja gulra spjalda í leiknum í kvöld. Enginn þeirra verður því með þegar Ísland sækir Slóveníu heim í næstu umferð undankeppni HM 22. mars.